11.03.1944
Sameinað þing: 30. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2054 í B-deild Alþingistíðinda. (6397)

Þingfrestun

forseti (GSv):

Áður en hæstv. forsrh. les þingfrestunarbréfið, vil ég taka þetta fram:

Fyrir þessu þingi, sem nú verður frestað um hríð, hafa, eins og til stóð, legið til úrlausnar tvö stórmál, ein þau merkustu, ef ekki þau allra merkustu, sem nokkurn tíma hafa komið fyrir Alþ. Íslendinga, en þau eru: ályktun um sambandsslit við Danmörku og hin fyrsta lýðveldisstjórnarskrá Íslands. Þau hafa bæði hlotið afgreiðslu áleiðis til meðferðar hjá þjóðinni sjálfri, einróma afgreiðslu frá þinginu, og nú er það von og ósk vor allra, að fullkominn einhugur megi um þau ríkja, er þjóðin samþykkir þau með atkv. sínu. Að lokum mun svo Alþingi leggja á málin fullnaðarsamþykkt í júní næstk., eins og öllum hefur verið kunnugt gert.

Í kjölfar þessara höfuðmála hefur ýmislegt flotið, sem snertir meðferð þeirra eða stendur í óbeinu sambandi við þau, og nefni ég hér til aðeins bróðurkveðjuna til hinna Norðurlandaþjóðanna, sem samþ. var á Alþingi í gær í einu hljóði.

Guð láti þessu öllu giftu fylgja.