20.06.1944
Sameinað þing: 36. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2057 í B-deild Alþingistíðinda. (6409)

Þingfrestun

Eysteinn Jónsson:

Ég vil leyfa mér, — og ég veit, að ég tala þar í umboði allra alþm., — að þakka hæstv. forseta ógleymanlega daga, sem við höfum átt saman að þessu sinni, og stjórn hans á þessu merkasta þinghaldi í 1014 ára þingsögu okkar. Ég vil árna forseta allra heilla og vona, að við hittum hann heilan að áliðnu sumri, þegar við tökum til starfa af nýju í þágu hins nýja þjóðveldis. Ég vil biðja hv. þm. að votta forseta virðingu sína með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.].