17.01.1945
Efri deild: 104. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 707 í B-deild Alþingistíðinda. (876)

120. mál, fólksflutningur með bifreiðum

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. — Þegar ég og hv. fyrri þm. Eyf. sömdum þessa till., sem nú liggur frammi, þá reyndum við að haga því þannig, að hún rækist ekki á þá till., sem hafði verið flutt hér áður. Og í raun og veru er þetta allt annað, því að hér er ekki farið fram á útnefningu á mönnum, þó að það. hafi verið gert í hinni till., og það er sitt hvað, hvort bundið er við það eða það er óbundið. Úr því brtt. er komin fram, þá held ég, að það sé rétt, að hún haldi áfram hér í d. Ég tel fyrir mitt leyti, að það sé réttast, því að Nd. getur, ef þessi till. verður felld, tekið hana upp, að mér finnst. Þeir geta alveg eins lagað þetta í Nd., þess vegna sé ég ekki ástæðu til þess að taka till. aftur.

Eins og ég tók fram, þykist ég vita, að hv. þm. Barð., eins og hann virðist vera velviljaður því, að ekki sé gengið á hlut sveitamanna frekar en sjávarmanna eða Alþýðuflokksins, sjái og skilji, að það er sjálfsagt, að hver þeirra hafi að jöfnu sinn aðila. Ég vil því fyrir mitt leyti ekki taka till. aftur.