17.01.1945
Efri deild: 104. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í B-deild Alþingistíðinda. (878)

120. mál, fólksflutningur með bifreiðum

Forseti (StgrA):

Í tilefni af ósk hv. þm. Barð. skal ég taka það fram, að með þessari skriflegu brtt., sem nú er fram komin, er að vísu gengið í svipaða átt og gert er með 2. gr. frv. áður en henni var breytt við 2. umr. Hins vegar er formið nokkuð annað, og ekki er hægt að segja, að till. sé samhljóða greininni áður en henni var breytt, og þótt ég hins vegar telji till. færða í sama horf, þá sé ég ekki ástæðu til að vísa till. frá og mun bera hana undir atkv.