12.12.1944
Efri deild: 86. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 679 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

217. mál, skipun læknishéraða

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson):

Lög um skipun læknishéraða eru í allsherjarendurskoðun hjá mþn., en hún hefur ekki enn skilað áliti.

Á síðasta Alþ. voru afgr. l. um að stofna tvö læknishéruð, annað á Borðeyri, Borðeyrarhérað, hitt er á Snæfellsnesi. Nú hefur það komið í ljós, að meiri hluti þeirra hreppa, sem átti að skipa Borðeyrarlæknishéraðið fyrir, sættir sig ekki við þá skipun. Enn fremur eru vandkvæði á því að veita hið fyrirhugaða læknishérað á Snæfellsnesi, og hefur því mþn., sem starfað hefur að þessum málum, gert till., sem ríkisstj. hefur gert að sinum, að framkvæmd á stofnun þessara tveggja læknishéraða sé frestað um sinn, samkvæmt þessu lagafrv., sem hér liggur fyrir.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta, en vísa að öðru leyti til grg. frv.

Ég vil vænta þess, að frv. verði vísað til 2. umr.