15.11.1945
Neðri deild: 33. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 918 í B-deild Alþingistíðinda. (1251)

34. mál, sala spildu úr Kjappeyrarlandi

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég hélt, að hv. form. landbn. mundi taka til máls um þetta atriði, vegna þess að hann hefur undanfarið staðið í sambandi við þá aðila þar austur frá, sem standa að þessu máli. Það hafa sem sé komið mótmæli frá oddvita og hreppstjóra Fáskrúðsfjarðarhrepps gegn þessari sölu, og landbn, fól form. sínum að hafa viðræður við þá um málið, og hann hefur upplýsingar að gefa í því efni, sem hann ætlaði að skýra frá hér á deildarfundi, en hann er ekki viðstaddur, og vil ég óska þess, að hæstv. forseti gerði ráðstafanir til þess, að hann yrði við umr., áður en málinu er lokið. Ég býst við, að það breyti ekki því áliti, sem landbn. hefur lýst yfir áður, að hún telji þetta eðlilega og rétta meðferð málsins, að frv. verði samþ., en ég tel mig mega skýra frá, að brtt., sem borin hefur verið fram við þetta frv., verður breytt þannig, að n. flytur sérstakt frv. um efni brtt. Henni fannst betur fara á, að þessi mál yrðu afgr. frá þinginu hvort í sínu lagi. Ég hygg, að hv. flm. sé samþykkur þessari meðferð, að brtt. verði tekin aftur, en n. mun sérstaklega afgr. hana frá sér. Sem sagt, það var hv. þm. A.-Húnv., form. landbn., sem ætlaði að tala um þetta mál af hálfu n.