14.12.1945
Efri deild: 49. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í B-deild Alþingistíðinda. (1322)

55. mál, lestagjald af skipum

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Frv. þetta, sem hér liggur fyrir, hefur áður verið hér í d. og samþ. þar, að það yrði sent Nd., en hún hefur samþ. það, þó með einni breyt., og má þó að vísu segja tveim breyt. Önnur þeirra er ekki breyt. á l., heldur það, að það eigi að fella frv., þegar það er orðið að l., inn í meginmál heildarlaga. Hin breyt., sem orðið hefur í Nd., er sú að fella niður úr 4. gr. 1. frá 1921 þessa setningu, með leyfi hæstv. forseta: „Ef skip ferst eða er rifið á fyrra helmingi almanaksárs, greiðist ekkert gjald á því ári, en vilji þetta til síðar á árinu, greiðist fullt gjald.“ Þegar þetta hefur verið fellt niður, ber að skilja það þannig, eftir því sem hv. flm. hafa sagt, að ef skip ferst á árinu, þá er lestagjald greitt á árinu hlutfallslega eftir því, hve lengi það hefur gengið um árið. Ef það hefur gengið í þrjá mánuði, þá verða það 25%, og 1/3 af öllu lestagjaldinu, ef um 4 mánuði er að ræða. Þetta vil ég taka fram, svo að ekki komi til misskilnings um þetta. Annars sá fjhn. ekki ástæðu til að breyta þessu aftur. Í þetta skipti varð fjhn. annars sammála um að mæla með því eins og það hefur komið frá Nd., að það verði samþ. óbreytt.