14.12.1945
Neðri deild: 54. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 946 í B-deild Alþingistíðinda. (1356)

78. mál, aðstoðarlán til síldarútvegsmanna 1945

Atvmrh. (Áki Jakobsson) :

Herra forseti. Það er nokkuð langt síðan þetta mál kom fram, og hafa verið gerðar á því breyt. í Ed., en þó aðeins smávægilegar, og ég held ekki svo verulegar, að sú n., sem um þetta fjallar hér í Nd., ætti að þurfa að taka það til endurskoðunar. Sjútvn. Ed. hefur litið svo á, að lánstíminn ætti að vera 5 ár, og hefur sett ákvæði um, að lánveitinganefnd skuli ákveða lánstímann og skuli hann vera í mesta lagi 5 ár. Þá hefur líka verið bætt ákvæði inn í 7. gr., og orðast hún nú þannig: „Selji lántakandi skip sitt eða aðrar eignir, sem settar hafa verið sem trygging fyrir láninu, má innheimta lánið að nokkru eða öllu leyti þegar í stað.“ — Þetta eru aðeins óverulegar breyt., og vil ég mælast til þess við hv. d., að hún samþ. frv. án þess að það fari til nefndar.