28.02.1946
Efri deild: 74. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1036 í B-deild Alþingistíðinda. (1730)

163. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er að efni til aðallega um það, að ef ekki verði samkomulag í fiskihverfi um að stofna þar fiskiræktarfélag og tilraun til þess hefur verið felld, þá hafi samt sem áður eigendur árinnar, einn eða fleiri, eða fiskifarvegar hennar til sjávar, rétt, þegar þannig stendur á, til þess út af fyrir sig að stofna fiskiræktarfélög fyrir þau fallvötn, sem þeir ráða yfir. En því aðeins leyfist þetta, að það sé hætta á, að það rýrni eða hverfi fiskigengd í þeim fallvötnum, sem friða á. Einnig er þessi heimild bundin því skilyrði, að veiðimálanefnd veiti samþykki sitt til þess, að slík félög séu stofnuð, þegar þannig stendur á.

Þetta frv. hefur verið borið fram í hv. Nd. Og 4. þ. mán. hefur veiðimálanefnd lýst yfir, að hún legði til, að breyt. væru gerðar á l. um lax- og silungsveiði í þessa átt. Landbn. hv. Nd. hefur öll verið sammála um, að þetta frv. ætti að samþ., og mun frv. hafa verið samþ. mótatkvæðalaust í hv. Nd. — Hér í hv. Ed. hefur landbn. orðið einhuga um að mæla með því, að þetta frv. verði samþ. án breyt.