03.12.1945
Neðri deild: 47. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1123 í B-deild Alþingistíðinda. (1874)

81. mál, embættisbústaðir héraðsdómara

Gunnar Thoroddsen:

Það er alls ekki tilgangur minn með brtt. minni, að reist skuli nú bygging hér í Reykjavík í þessu skyni. En mér finnst ástæðulaust að taka þennan eina stað út úr, og það er ekki rétt, að þörfin sé alls staðar meiri en hér í Reykjavík. Mér er kunnugt um nokkra staði, þar sem ríkið sér héraðsdómurum vel fyrir húsnæði. Og ef telja á upp í frv. þá staði, sem þegar hefur verið séð fyrir þessum þörfum, þá má telja fleiri staði en Reykjavík. Mér finnst eðlilegast, að þetta ákvæði sé látið ná til allra héraðsdómara, en ráðh. meti svo, hvar þörfin sé mest. Ég geng að því sem sjálfsögðu, að byrjað verði á þeim sýslum, þar sem þörfin er mest aðkallandi.