27.03.1946
Efri deild: 93. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1127 í B-deild Alþingistíðinda. (1915)

171. mál, símaframkvæmdir

Frsm. (Haraldur Guðmundsson) :

Herra forseti. Frv. þetta er flutt af fjhn. Nd. samkvæmt till. frá samgmrh.

Efni 1. gr. er að heimila ríkisstj. að taka 12 millj. kr. lán til símaframkvæmda umfram það, sem ákveðið er í fjárl., enda færist vextir á reikning landssímans.

Ástæður fyrir heimild þessari eru taldar upp í grg., og er það þá fyrst og fremst vegna þess, að ráðgert er að kaupa mikið af tækjum frá setuliðinu, og svo af því, að leggja þarf jarðstreng frá Hvalfirði til Hrútafjarðar o. fl. Þá þykir og mjög aðkallandi að reisa símstöðvarhús víða.

Nd. féllst á frv. og afgr. það óbreytt, eins og n. flutti það.

Fjhn. hefur athugað frv. og var sammála um að mæla með því eins og það kom frá Nd.