20.02.1946
Efri deild: 68. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1160 í B-deild Alþingistíðinda. (1967)

28. mál, skólakerfi og fræðsluskylda

Frsm. meiri hl. (Kristinn Andrésson) :

Ég vil taka það fram, að það er á misskilningi byggt, sem hv. 1. þm. Eyf. sagði um störf n. í þessu máli, en það var vonlegt, að hann tryði hv. þm. S.-Þ. Málið hefur verið ýtarlega athugað bæði í menntmn. efri og neðri deildar og nefndir beggja deildanna sátu á mörgum fundum sameiginlega. (JJ: Voru allir mættir?) Nei, ég skal upplýsa það, að hv. þm. S.-Þ. mætti aldrei á þessum fundum, en það skal tekið fram, að fundur sá, sem menntmn. Ed. hélt, var löglega haldinn og löglega boðaður. Þrír nm. voru mættir og höfðu samband við fjórða nefndarmanninn, hv. 3. landsk. þm. Ég sé ekki ástæðu til þess, að málið fari aftur til n. vegna ónógrar athugunar, en hins vegar eru hér fram komnar brtt., sem vera má, að rétt sé, að n. athugi, þótt mér virðist þær svo víðs fjarri efni og tilgangi frv., að ég býst ekki við, að margir hv, þm. vilji virða þær athugunar.