25.02.1946
Neðri deild: 74. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1270 í B-deild Alþingistíðinda. (2196)

32. mál, búnaðarmálasjóður

Sigurður Guðnason:

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í umr. um þetta mál. En út af orðum hv. þm. Mýr. í upphafi ræðu hans, þar sem hann var að lýsa því, hvernig þetta mál kom fram í landbn., þá vil ég segja það, að það er hægt að segja satt, en þó þannig, að útkoman verði sú, að önnur meining verði í orðunum en á að vera. Ég viðurkenni, að ég sagði við hv. þm., að ég væri hissa á því, hvað bændur hefðu seint tekið til að afla sér tekna til félagsskapar síns. En það er annað, sem ég hef verið og er á móti, að þeir á þessum tíma fari með þetta mál inn í Alþ., því að það er þeirra einkamál. Og ef félagsskapur þeirra er ekki svo sterkur, að þeir geti sjálfir ákveðið þær kvaðir, sem þeir þurfa að leggja á sig til þess að afla þessa fjár til að framkvæma félagssamtök sín, þá mega þeir ekki æðrast yfir því, þegar inn á Alþ. er komið, þó að það vilji einhverju ráða um þetta. Hv. þm. Mýr. sagði, að ég hefði aðra skoðun á þessu máli en ég hefði haft í upphafi. En ég hef nú gert grein fyrir skoðun minni.