03.04.1946
Neðri deild: 101. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1646 í B-deild Alþingistíðinda. (2383)

174. mál, lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar

Frsm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Þetta frv. þarf ekki mikilla skýringa við. Farið er fram á, eins og í grg. stendur, að Krýsuvíkur- og Stóra-Nýjabæjarlönd verði lögð undir Hafnarfjarðarkaupstað. Hafnarfjörður hefur þegar hafið stórfelldan rekstur í Krýsuvíkurlandi. Nefndin sendi frv. til Grindavíkurhrepps til umsagnar. Hreppsnefndin hafði ekkert við frv. að athuga, en fer fram á, að Grindavíkurhreppur fái fullar bætur, og er gert ráð fyrir, að svo verði. Leitað var og umsagnar sýslumanns Gullbringu- og Kjósarsýslu, og hefur hann munnlega tjáð nefndinni, að sýslunefndin muni ekkert við frv. hafa að athuga.

Ég legg svo til, að frv. verði samþ. óbreytt.