24.04.1946
Neðri deild: 119. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1899 í B-deild Alþingistíðinda. (3163)

107. mál, húsmæðrafræðsla

Jón Sigurðsson:

Þetta verður einnig stutt hjá mér. — Hér er skrifl. brtt., sem ég flyt vegna bráðabirgðaákvæða frá Ed., en þar hefur svo slysalega viljað til, að niðurlag ákvæðisins hefur verið orðað þannig: „þar til er fyrirhugaður húsmæðraskóli í Varmahlíð tekur til starfa.“ Svo er þó engan veginn, að skólanum hafi verið ákveðinn staður í Varmahlíð, og er enn til athugunar, hvar skólinn skuli standa. En það eru ekki meiri líkur til, að honum verði valinn staður í Varmahlíð en á öðrum stað við Varmahlíð, þ. e. á næstu jörð. Ég leyfi mér því að flytja brtt. um, að niðurlag bráðabirgðaákvæðisins skuli orðað svo, með leyfi hæstv. forseta: „ . . þar til er fyrirhugaður húsmæðraskóli Skagfirðinga tekur til starfa.“ — Afhendi ég svo hæstv. forseta þessa skrifl. brtt.