03.04.1946
Efri deild: 98. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2173 í B-deild Alþingistíðinda. (3568)

Varamaður tekur þingsæti o. fl.

Gísli Jónsson:

Ég mun þá skoða þessi ummæli hæstv. forseta þannig, að hverjum flokki, sem vill, sé heimilt að skipta um lögmæta þm. frá d. til d. á hvaða tíma sem er á þingtímanum, t. d. ef Sjálfstfl. vildi skipta um mig og hv. þm. Snæf. (GTh). Því verður ekki haldið fram með neinum rökum, að hægt sé að flytja þm. frá einum flokki milli d. bara af því hann er löglega kominn inn sem varaþm. Ég tel þá, að þetta megi skoða sem fasta reglu, sem hér er staðfest, það verði þá ekkert við það að athuga, þó að þannig verði að farið í framtíðinni.