02.04.1946
Sameinað þing: 36. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í D-deild Alþingistíðinda. (4064)

134. mál, landsvistarleyfi nokkurra útlendinga

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson) :

Herra forseti. Ég vildi út af orðum hv. þm. N.-Ísf. segja það, að niðurlag það, sem hann las upp úr bréfi mínu, hnígur ekki að öðru en því, að ég tel rétt, að þegar þm. vilja láta vilja sinn í ljós gagnvart ríkisstj., þá geri þeir það opinberlega, en ekki með undirskriftaskjölum til ríkisstj.

Ég hef að öðru leyti lýst yfir því, hvaða áhrif samþykkt þessarar þáltill. mundi hafa á gang þessara mála í mínum höndum, og sé ég ekki ástæðu til að bæta neinu þar við.