23.04.1946
Sameinað þing: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í D-deild Alþingistíðinda. (4172)

244. mál, endurgreiðsla á verðtolli

Skúli Guðmundsson:

Hv. 1. flm. gat um það í sinni framsöguræðu, að hann teldi vafasamt, að frv. um breyt. á tollskrá, sem liggur hér fyrir þinginu, verði samþ. á þessu þingi. Ég vil af þessu taka fram, að ég vænti þess fastlega, að það frv. ásamt ýmsum brtt. við það, sem fyrir liggja, verði samþ. og afgr. frá þessu þingi. En þrátt fyrir það þótti mér ekki rétt að skorast undan því að gerast meðflm. að þessari þáltill. ásamt meðnm. mínum í fjhn. Nd. Ef frv. um breyt. á tollskrá verður samþ. og þær breyt., sem þar liggja fyrir, þá verður þessi tollendurgreiðsla meiri en hér er gert ráð fyrir, því að þá mundu eigendur hraðfrystihúsa losna alveg við að greiða verðtoll af þessari vöru, og tel ég það eðlilegast. Vænti ég því þess, að Alþingi samþ. þær breyt. á tollskrá, sem nú liggja fyrir till. um að þessu leyti.