09.04.1946
Neðri deild: 105. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í C-deild Alþingistíðinda. (4832)

212. mál, ljósmæðralög

Frsm. (Páll Zóphóníasson) :

Herra forseti. N. hefur athugað þetta mál. Landlæknir lítur svo á, að frv. þetta breyti ekki á neinn hátt l. um ljósmæður, og á hans skilningi er frv. byggt.

Laun koma til með að hækka, og í sveitum kemur þetta til með að breyta kjörum ljósmæðra til batnaðar. Það er ákveðið frá hálfu n., að launin hækki, og er það líka tilætlun landlæknis. — Annað held ég, að ég þurfi ekki að taka fram.