26.04.1946
Neðri deild: 122. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 266 í C-deild Alþingistíðinda. (4878)

239. mál, lántaka til hafnarframkvæmda

Garðar Þorsteinsson:

Ég skal verða við tilmælum forseta og gera aðeins stutta aths. Ég tek undir með þeim hv. þm. Borgf. og hv. þm. Vestm., að málið verði afgr. án þess að það fari til nefndar. Ég vil og taka undir þann skilning, að félítil sjávarpláss fái aðstöðu til þess að endurbæta hafnir sínar, svo að þær verði hæfilegar og í samræmi við þær miklu skipaaukningar, sem nú eiga sér stað, svo að þær geti tekið á móti hinum nýju skipum.