23.10.1945
Efri deild: 15. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 297 í C-deild Alþingistíðinda. (4969)

35. mál, hafnarlög fyrir Seyðisfjörð

Flm. (Lárus Jóhannesson) :

Herra forseti. Frv. þetta, sem ég hef leyft mér að bera fram, var samið áður en 21. mál, frv. um hafnargerðir og lendingarbætur, var lagt fram. Ég sé nú, að betur muni fara á því að taka hinar almennu reglur um þetta í ein lög og að þetta frv. verði því fellt inn í frv. um hafnargerðir og lendingarbætur. Og leyfi ég mér því að fara fram á, að frv. verði vísað til 2. umr. og sjútvn. Og vil ég benda hv. sjútvn. á það, að æskilegt væri að flytja Seyðisfjörð úr a-lið 2. gr. í b-lið 3. gr., svo að hann verði jafnt settur og Neskaupstaður og Ólafsfjörður. Tel ég svo ekki þörf á að ræða þetta frekar.