05.11.1945
Sameinað þing: 5. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 489 í D-deild Alþingistíðinda. (5155)

70. mál, brúargerð á Skaftá

Flm. (Gísli Sveinsson) :

Herra forseti. Ég hef leyft mér að bera fram þáltill. um brúargerð á Skaftá undan Heiði á Síðu. Ég tel, að sú grg., sem fylgir þáltill., sé fullnægjandi skýring á þörf þessarar brúar. Ég vil þó geta hér tveggja atriða til skilningsauka.

Ég hef í fyrsta lagi leyft mér að bera fram, að þessi brú verði tekin upp í brúalögin, þar er sem sé í 1. gr. II. kafla ákvæði, er inniheldur upptalningu á brúm á ófærum ám. Vil ég í því sambandi minna á, eins og fram kemur í þskj. 3, að samkv. brtt. vegamálastjóra síðast á síðasta ári var gerð brú á Laxá, sem fellur undir sama lið.

Ég vil svo í öðru lagi óska þess, að þáltill. verði vísað til fjvn. að lokinni þessari umr. Vænti ég þess, að fjvn. taki brú þessa upp á fjárl. þau, sem nú eru í undirbúningi í fjvn. Þetta tel ég nægja til skýringar og óska, að málinu verði vísað til síðari umr. og fjvn.