19.12.1945
Efri deild: 52. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 595 í B-deild Alþingistíðinda. (542)

1. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Herra forseti. Þetta frv. er shlj. brbl., sem gefin voru út 12. apríl s. l., og er efni þeirra það, að ráðh. er heimilt að breyta tímaákvörðunum og frestum þeim, sem um ræðir í IV. kafla laga nr. 6 9. jan. 1935, um tekju- og eignarskatt, eftir því sem þörf krefur. Þetta er gamall draugur hér á Alþ., sem hefur gengið hér aftur ár eftir ár, en kemur nú í breyttu formi. Nú er þetta sem almenn heimild fyrir ráðh. til að breyta tímaákvörðunum og frestum þeim, sem ég áður gat um, í stað þess, að hingað til hefur þetta verið bundið við eitt ár. Reynslan hefur sýnt, að nauðsynlegt er að hafa þessa heimild í l., og er hentugra að setja ákvæði um þetta í eitt skipti fyrir öll en fyrir eitt ár í senn. Ég vænti, að hv. d. sé mér sammála um, að hér sé stefnt í rétta átt, og vil mælast til þess, að frv. verði vísað til hv. fjhn. til athugunar.