13.03.1946
Neðri deild: 86. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 733 í B-deild Alþingistíðinda. (798)

168. mál, gistihúsbygging í Reykjavík

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Eins og hv. þm. Snæf, hefur nú skýrt frá, hefur náðst samkomulag milli mín og hv. n. um 5. gr. frv. Það er að vísu svo, að sá staður, sem getið er, er ekki fyllilega ákveðinn, og endanleg ákvörðun um, hvar gistihúsið skuli standa, verður ekki tekin, fyrr en nefndur sérfræðingur kemur og hefur gert sínar tillögur. En þar sem hv. n. var ófáanleg til að veita ótakmarkaða eignarnámsheimild, þá sætti ég mig við þessa afgreiðslu. Ef hins vegar Alþ. verður slitið, áður en gengið verður frá staðarvalinu, og það kemur í ljós, að annar staður er heppilegri, þá hygg ég, að ekki verði komizt hjá að setja bráðabirgðalög um eignarnám á þeim stað. Ég mun þá taka mína brtt. til baka, ef þessi verður samþ.