13.12.1945
Neðri deild: 52. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2161 í B-deild Alþingistíðinda. (99)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég vil gera orð hv. 1. þm. Árn. að mínum viðkomandi öðru máli í landbn. Það er frv. um breyt. á ræktunarsjóðslögunum. Ég ætla ekki að endurtaka það, sem hv. fyrri þm. Árn. sagði, en það eru sömu rök fyrir þessu máli. Það ber ekki að líða það, að frv. séu svæfð á þennan hátt í n. Og ég treysti því, að hæstv. forseti taki málið úr höndum n. og komi því inn í þingið. Ef hv. n. er á móti málinu, þá ætti hún að þora að segja frá því, en ekki leggjast á það.