07.10.1946
Neðri deild: 12. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í B-deild Alþingistíðinda. (182)

2. mál, ráðstafanir í sambandi við skilnað Íslands og Danmerkur

Pétur Ottesen:

Hv. 1. þm. S.-M. segir, að þetta sé svo lítið, að illt geti ekki af hlotizt. Ég vildi benda á, að á því tímabili geta aðrar þjóðir komið og heimtað sams konar samninga, og eigum við þá við marga að etja, og gæti farið svo, að við yrðum að láta af hendi sams konar réttindi við þá. Enn fremur býst ég við mörgum hindrunum að losna við samninginn, ef inn á þetta er gengið.