22.07.1946
Sameinað þing: 1. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (2)

Forseti Íslands setur þingið

Aldursforseti (Ingvar Pálmason):

Áður en gengið verður til fundarstarfa, skal ég leyfa mér að skýra frá því, að forseta sameinaðs Alþingis hafa borizt tvö bréf, annað frá formanni Alþfl., en hitt frá Jónasi Jónssyni, þm. S.-Þ. Þessi bréf hljóða svo:

„Með því að Gylfi Þ. Gíslason, 4. þm. Reykv., var farinn í ferð til útlanda, þegar kvatt var saman til þings þess, sem nú kemur saman, og getur því ekki komið til þings, óskar stj. Alþýðuflokksins þess fyrir hans hönd, með skírskotun til 144. gr. kosningal., að varamaður hans, Haraldur Guðmundsson, taki sæti á þingi í hans stað.

F.h. stjórnar Alþfl.

Stefán Jóh. Stefánsson

Forseti sameinaðs Alþingis.“

„Reykjavík, 17. júlí 1946.

Herra forseti!

Ég leyfi mér að sækja ekki fundi þess Alþingis, sem væntanlega mun koma saman eftir fáa daga, þar sem vitað er, að í því máli, sem þar á að ræða, hefur nú þegar verið tekin fullnaðarákvörðun.

Virðingarfyllst.

Jónas Jónsson:

Rannsókn kjörbréfa.

Þessu næst skiptust þm. í kjördeildir. og urðu í

1. kjördeild:

ÁkJ, ÁÁ, BÁ, BK, GH, GÍG, GTh, HB, IngP, JPálm, JS, JJ, JörB, PZ, PÞ, SigfS, SB, SEH.

2. kjördeild:

ÁS, BBen, BrB, EUI, EE, FJ, GJ, GSv, HelgJ, HermG, JJós, KTh, LJós, PM, SK, StJSt, ÞÞ.

3. kjördeild:

BG, BSt, EmJ, HG, HÁ, HV, HermJ, IngJ, JóhH, LJóh, ÓTh, PO, SG, SÁÓ, SkG, StgrA, StgrSt.

Að þessu loknu frestaði aldursforseti fundi til kl. 2 miðdegis sama dag.

Kl. 2. var fundinum fram haldið, og höfðu kjördeildir þá lokið rannsókn sinni á kjörbréfum allra alþingismanna.