27.09.1946
Efri deild: 5. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 73 í B-deild Alþingistíðinda. (260)

15. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1946

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. — Eins og kunnugt er, mæla l. svo fyrir, að reglulegt Alþingi 1946 komi saman eigi síðar en 1. okt. Nú líður óðum að þeim degi, en þar sem ég tel það hagkvæmari vinnubrögð að ljúka afgreiðslu þeirra mála, sem liggja fyrir þessu þingi, þá leyfi ég mér að leggja til í þessu frv., að samkomudegi reglulegs þings 1946 verði breytt og það hefjist ekki fyrr en 10. okt. Áður en ég ákvað að bera fram þetta frv., reyndi ég að kynna mér afstöðu flokkanna í þessu máli, og leyfi ég mér að vona, að málið fái skjóta afgreiðslu hér eins og í hv. Nd., og vildi ég óska, að það þyrfti ekki að ganga til n.