05.10.1946
Sameinað þing: 11. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 217 í B-deild Alþingistíðinda. (365)

11. mál, niðurfelling herverndarsamningsins frá 1941 o.fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. — Ég vil taka það fram í sambandi við þessa yfirlýsingu hæstv. forseta, að útvarpsumr. geta ekki svipt nokkurn þm. þeim rétti að kveðja sér hljóðs. Það er ekki hægt samkvæmt þingsköpum að svipta þm. málfrelsi. Útvarpsumræður eru miðaðar við flokka, en ekki við það, að þm. geti mælt með brtt. og nál., en með því að binda umr. alveg við útvarp hennar, eru margir þm. sviptir málfrelsi. Með þessu lagi gætu flokkarnir krafizt útvarpsumr. til þess að svipta suma þm. sína málfrelsi, en ég efast um, að það hafi við nokkurn rétt að styðjast, og útvarpsumræður geta ekki svipt þm. rétti til að kveðja sér hljóðs.