20.12.1946
Neðri deild: 43. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1314 í B-deild Alþingistíðinda. (1537)

60. mál, aldurshámark opinberra starfsmanna

Jón Pálmason:

Herra forseti. Ég hafði ekki hugsað mér að blanda mér inn í meðferð þessa máls, en mér hefði þótt eðlilegra, að frv. yrði samþ. eins og það var upphaflega flutt og engar takmarkanir væru á því, að aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna væri bundið við 70 ár. Þar sem nú hv. meiri hl. allshn. hefur fallizt á þá leið að hafa undanþágu um menn, sem hafa náð 65 ára aldri, þætti mér eðlilegra, að miðað væri við 67 ár, sem er sá aldur, sem gefur öllum öðrum landsmönnum réttindi til ellilauna. — Vil ég því leyfa mér að flytja brtt. við brtt. á þskj. 244, um, að í stað „fullra 65 ára“ komi: fullra 67 ára, og mun ég skila henni skriflegri til hæstv. forseta.