13.02.1947
Efri deild: 72. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1354 í B-deild Alþingistíðinda. (1710)

112. mál, tilraunastöð háskólans í meinafræði

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Ég held ég viti, hver sá fyrirvari er, sem hv. 2. þm. Árn. hefur um þetta. Hann var ekki á fundinum, þegar n. athugaði þetta mál, en ég sýndi honum nál., og hann sagði, að þar sem hann hefði ekki verið viðstaddur, þá vildi hann ekki binda sig um einstök atriði og skrifaði því undir með fyrirvara. Hvaða skoðun hann kynni að hafa á einstökum atriðum, get ég ekki sagt um, en ég veit ekki, hvort þetta hefur meira gildi í raun og veru, þó að hann skrifi undir með fyrirvara, heldur en með ýmsa aðra, sem eru fjarstaddir, því að það væri sjálfsagt sjaldan haldinn fundur í þessari d., ef allir ættu að vera viðstaddir. En náttúrlega geri ég þetta ekki að neinu kappsmáli, en vildi aðeins upplýsa það, að þetta sagði hv. þm. við mig.