08.04.1947
Efri deild: 108. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1444 í B-deild Alþingistíðinda. (2007)

183. mál, manneldisgildi hveitis

Frsm. (Brynjólfur Bjarnason) :

Herra forseti. Þetta frv. er flutt samkvæmt beiðni hæstv. heilbrmrh., og mun vera samið og lagt fram í samráði við manneldisráð. — Hér er um að ræða mikið nauðsynjamál, þar sem er trygging þess, að flutt sé inn eingöngu hveiti, sem hefur nægilegt manneldisgildi. Þetta er ráðstöfun, sem nágrannaþjóðir okkar hafa þegar gert. Og n. hefur enga ástæðu til að vefengja það, að rétt muni vera, að sú aðferð, sem gert er ráð fyrir í þessu frv., muni vera sú hagkvæmasta, sem völ er á fyrir okkur N. er því sammála um að mæla með því, að þetta frv. verði samþ.