17.03.1947
Efri deild: 95. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1599 í B-deild Alþingistíðinda. (2393)

198. mál, tunnusmíði

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Það er það sama að segja um þetta mál og 197. mál (frv. um síldarniðursuðuverksmiðju), að það hefur verið sent sjútvn. til athugunar af hæstv. ríkisstj. og hún beðin að flytja það. Minni hl, n. hefur ekki viljað vera með í því að flytja frv., og hefur hann því óbundnar hendur. Efni þessa frv. er það, að nú á síldarútvegsnefnd að hafa á hendi alla framkvæmd þessara mála, alla stjórn verksmiðjunnar. Ég sé svo ekki ástæðu til þess að hafa fleiri orð um þetta mál. Ég vænti þess, að því verði að lokinni umr. vísað til 2. umr. Ég sé ekki ástæðu til að vísa málinu til n., en komi fram ósk um, að n. taki málið til meðferðar, mun ég sem form. n. gera það.