10.04.1947
Efri deild: 110. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í B-deild Alþingistíðinda. (243)

220. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Brynjólfur Bjarnason:

Ég vil aðeins gera grein fyrir því, hvers vegna ég greiddi atkv. gegn afbrigðunum. Þegar leitað var afbrigða, var ekki búið að útbýta frv. í d. Hér eru þó á ferðinni miklar skattahækkanir, og er það alveg óviðunandi að leggja slíkt stórmál fyrir, án þess að þm. fái tækifæri til að athuga efni þess. Þar sem þetta frv. er svo aðeins einn liður í miklum lagabálki, þá verður hér um að ræða þá mestu skatta á almenning, sem dæmi eru til. Ég sé ekki ástæðu til þess að ræða þetta meira nú, því að það mun verða tækifæri til þess við 2. umr.