25.02.1947
Neðri deild: 81. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2004 í B-deild Alþingistíðinda. (2599)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. Snemma á þessu þingi flutti ég frv. til l. um Byggingarstofnun ríkisins og byggingarfélög. Það var 73. mál þingsins og prentað á þskj. 107. Þann 18. nóv. í haust var málinu vísað til hv. heilbr.- og félmn., og hefur sú hv. n. þannig haft málið til meðferðar nú á þriðja mánuð. Álit hefur enn ekki komið frá hv. n. um þetta mál, og ég vildi nú leyfa mér að spyrjast fyrir um, hvað liði afgreiðslu þessa máls, og jafnframt beina þeim tilmælum til form. þessarar hv. n., að hann sem allra fyrst sæi til þess, að n. gæti tekið þetta mál til meðferðar og afgreiðslu.

Um sama leyti flutti ég annað frv. á þskj. 108 um breyt. á l. nr. 55 3. marz 1945, um heimild fyrir veðdeild Landsbanka Íslands til að gefa út nýja flokka bankavaxtabréfa. Þetta er 74. mál þingsins. Þessu máli var þann 24. nóv. vísað til hv. fjhn. d. Það gegnir sama máli um þetta mál eins og fyrra málið, sem ég nefndi, að n. hefur haft það til meðferðar í þrjá mánuði og hefur enn ekki skilað áliti um það. Vil ég beina því til hv. form. fjhn., hvort ekki sé von á áliti um málið bráðlega, og bera fram þá ósk, að hann stuðli að því, að álit um þetta mál gæti komið sem fyrst.