13.05.1947
Neðri deild: 127. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1859 í B-deild Alþingistíðinda. (3240)

247. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Herra forseti. Ég geri ráð fyrir, að það gæti ekki ósamræmis hjá fjhn. og sjútvn., en óska hins vegar að vita, hvað áætlað er, að þessi upphæð sé mikil eða komi til með að verða. Þá vil ég líka benda á það, að hér er gert ráð fyrir, að landssambandið ráði þessu fé sjálft, en það er hliðstæða við það, að bændur fái einir ráðstöfunarrétt á búnaðarsjóði. Ég mun ekki stofna til deilu um þetta mál, en ég vænti þess, að þeir, sem leggja áherzlu á það, styðji líka lög svipaðs eðlis um búnaðarmálasjóð.