19.05.1947
Neðri deild: 131. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1926 í B-deild Alþingistíðinda. (3552)

253. mál, embættisbústaðir dómara

Jón Pálmason:

Það er örstutt. Ég þekki ekki inn á það, hvernig efnahagur hæstaréttardómara muni vera, en ég veit, að þetta eru embætti, sem er einna mest eftirsótt í landinu, og það er það, sem ég í þessu sambandi miða við. Aðalatriðið er það, að mér virðist, að samþ. þessa frv. muni hafa það í för með sér að gera l. óvirk langan tíma fyrir sýslumenn landsins, vegna þess að embættismenn í Reykjavík sitji fyrir eins og á flestum sviðum, þegar líkt stendur á.