21.02.1947
Neðri deild: 79. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 99 í C-deild Alþingistíðinda. (3794)

17. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta mál. Ég get látið nægja að skírskota til nál. á þskj. 426.

N. taldi ekki rétt að fallast á þessa breyt. á þingsköpum Alþ., án þess að frekari íhugun fari fram en n. hefur haft aðstæður til að gera, og því vill n. leggja til, að frv. verði vísað frá með rökst. dagskrá, sem er á þskj. 426. N. er yfirleitt þeirrar skoðunar, að rétt sé; að með nokkru meira frjálslyndi verði um þetta búið en nú er ákveðið í þingsköpum. En þá breyt. er þó aðeins hægt að gera, eftir að náin athugun hefur farið fram, en eins og tekið er fram í nál., telur n. æskilegt, að ríkisstj. láti slíka athugun fara fram fyrir næsta Alþ.