14.10.1946
Neðri deild: 3. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í C-deild Alþingistíðinda. (3998)

7. mál, brúargerðir

Flm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. — Á síðasta reglulegu Alþ. flutti ég ásamt þáverandi 5. landsk. frv. samhljóða þessu, um að taka upp í brúal. Múlaá í Ísafirði. Þessi á er á þjóðveginum frá Arngerðareyri að Múla. Sá vegur er nú bílfær orðinn, en þessi á er hins vegar nokkur farartálmi og þess vegna nauðsynlegt, að hún sé brúuð. Til þess að svo megi verða, þarf að fá hana tekna upp á brúal., og það er það, sem þetta frv. miðar að. Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta, en óska, að frv. verði að umr. lokinni vísað til 2. umr. og hv. samgmn.