22.05.1947
Efri deild: 142. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 462 í C-deild Alþingistíðinda. (4459)

160. mál, vatnsveita Reykjavíkur

Gísli Jónsson:

Ég held, að það gangi eitthvað, að ráðh. Ég sat í forsetastól, þegar hann gerði þessa fyrirspurn, og hafði engin þau orð, sem hann talaði um. Það hlýtur að vera taugaáfall, sem ráðh. hefur fengið. Í fyrsta lagi get ég upplýst, að ég er ekki form. n., svo að þessi ábyrgð hvílir ekki á mér, svo að ég hefði engu getað lofað um afgreiðslu máleins. Ég hef tvívegis rætt um það í n. fyrir ráðh. og fengið aths., sem ég vildi ræða við hann, en hann hafði þá ekki áhuga fyrir því. — Enn fremur get ég upplýst, að mikill ágreiningur var í n. um málið, og eru sumir í henni, þar á meðal nokkrir búsettir í Reykjavík, á móti því, að málið gangi fram óbreytt, þannig að ræða hv. þm. er út í bláinn. Ef hann hefði kynnt sér þetta mál eða haft áhuga fyrir því fyrr en í kvöld, hefði hann ekki talað svona.