22.05.1947
Efri deild: 142. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 464 í C-deild Alþingistíðinda. (4466)

160. mál, vatnsveita Reykjavíkur

Gísli Jónsson:

Frv., sem hefur valdið miklum deilum, um vatnsveitur fyrir ýmis þorp, var borið fram af hæstv. ríkisstj. í byrjun þings. Því var breytt hér í þessari d. til stórkostlegs hagnaðar fyrir ríkissjóð, og þurfti þá eina umr. um málið í Nd. Dómsmrh. féllst á, að mál þetta mætti geyma í n., þar til séð yrði, hvort hitt málið fengi fylgi. Sá dómur hefur ekki fallið. Má láta hann falla, hvenær sem er, og þegar hann er fallinn, mun ég velja á milli. Ég greiði því ekki atkv.