23.05.1947
Sameinað þing: 58. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 116 í D-deild Alþingistíðinda. (4799)

97. mál, Fljótaárvirkjun

Áki Jakobsson:

Herra forseti. Það voru aðeins örfá orð. Hv. frsm. hefur skýrt málin, og ég er honum sammála, að þegar ríkissjóður ábyrgist svona lán, þá er eðlilegt og rétt, að ríkið hafi eftirlit með því, hvernig það er notað. Þá eru nokkur orð um brtt. mína. Eftir því sem bæjarstjórn Siglufjarðar hefur tjáð, þá treystist hún ekki til að fá lán með ríkisábyrgð, en hins vegar er mjög aðkallandi að fá lánið. Brtt. mín gengur þess vegna út á það, að ríkisstj. sé heimilað að veita 500 þús. kr. lán, þar til hægt er að fá lán út á ríkisábyrgð. Ég flyt því þessa brtt. mína í samráði við bæjarstjórn Siglufjarðar.