06.02.1947
Sameinað þing: 26. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 164 í D-deild Alþingistíðinda. (4883)

22. mál, ullarkaup ríkissjóðs

Forseti (JPálm):

Mér skilst, að það sé á valdi hæstv. ráðh. og fjvn. sameiginlega, hvað fljótt þetta mál kann að verða tilbúið til afgreiðslu aftur.

Flm. (Jónas Jónsson): Herra forseti. — Það er nokkrum erfiðleikum bundið að ljúka þessu máli nú, fyrri umr., þar sem vantar í d. hæstv. ríkisstj. mestalla, sem hefur um þetta mál fjallað, sérstaklega hæstv. fjmrh., og vil ég vekja athygli á því, hvort ekki væri rétt að fresta umr. um stund í von um, að þessir valdamenn treysti sér til að koma á fundinn innan skamms.

Forseti: Samkv. ósk hv. flm. verður umr. frestað um stundarsakir.

Flm. (Jónas Jónsson): Það er nú því miður svo, að hæstv. ríkisstj. er ekki enn við, og er þá væntanlega flm. eins að ráða úr þeim vanda, sem hér ræðir um.

Eitt ár er liðið síðan Alþ. samþ. mjög stórvægilega breyt. á uppeldislöggjöf landsins, og samkv. því kerfi, sem þar er atefnt að, má gera ráð fyrir, að um það bil 75% af öllum þeim nemendum, sem útskrifast úr barnaskólunum, hafi þá einkunn, að þeir eigi rétt á að njóta framhaldsmenntunar í menntaskólum landsins. Þessi mjög djarflega breyt. leiðir til þess, að þörf er stóraukins húsakosts og aukins kennaraliðs, og það hefur komið fram á fyrsta ári og á þó eftir að koma enn betur í ljós síðar, að Menntaskólinn í Reykjavík er allt of lítill til þess að taka á móti öllum hinum nýju nemendum, sem menntmrh. hefur hleypt þangað. Þegar svo menntmrh. er búinn að gera þessa skyssu án þess að hafa gert sér þess nokkra grein, hvar þessir nemendur ættu að vera, þá tekur hann það til bragðs, að láta rektor menntaskólans fara úr skólanum án þess að sjá honum fyrir húsnæði annars staðar, og verður hann nú að hírast með fólki sínu austur í Ölfusi.

Það er því auðsætt, að þetta úrræði menntmrh., er mjög svo óheppilegt, bæði hvað snertir rektor sjálfan og skólann. Í öðrum löndum eru þess engin dæmi, að annað eins fyrirkomulag og þetta eigi sér stað. Þetta ráð er sýnilega ekki tekið sakir illvilja til skólans eða ráðamanna hans, heldur virðist það sprottið af ókunnugleika og skilningsleysi á högum skólans og rektors.

Mér er sagt, að hæstv. menntmrh. hafi nú komið auga á, hversu óviðunandi þetta ástand er, því að hann hafi gert tilraunir til að fá íbúð fyrir rektor. Nú er það augljóst mál, að mjög er áríðandi, að rektor búi í skólanum sjálfum eða þá rétt hjá honum, en með því móti, að rektor búi austur í Ölfusi, þá leiðir það af sjálfu sér, að hann getur síður haft æskileg áhrif á skóla sinn og nemendur, áhrif, sem aðeins skapast við nærveru mannsins sjálfs. Ég hef heyrt talað um, að til mála gæti komið að kaupa hús eitt í nánd við skólann á 800 þús. kr. Hæstv. menntmrh. hefur að þessu sinni tekið þann kostinn að koma ekki á fund, eins og maður, sem þorir ekki að mæta í orrustu, þar sem hann álítur sér nokkra hættu búna. En hér er staddur hæstv. fjmrh., Pétur Magnússon, og kynni hann að vilja taka til máls og ræða um hina fjárhagslegu hlið málsins.