23.04.1947
Sameinað þing: 45. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 481 í B-deild Alþingistíðinda. (558)

12. mál, fjárlög 1947

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég tel rétt, að það komi fram nú, sem ég ætla að segja um þetta mál, áður en lengra er haldið. Ég vil fyrst segja það út af einni brtt., sem hv. 2. þm. Reykv. flytur um Snorragöng í Reykholti, að hann ætti að geta tekið hana til baka, því að það eru tök á því að halda við göngunum, án þess að sérstök fjárveiting sé sett inn. Um fjárl. vildi ég segja örfá orð frá sjónarmiði þess flokks, sem ég er umbjóðandi fyrir í ríkisstj.

Þegar búið var að athuga óskir, sem menn báru fram við 3. umr., og gera sér grein fyrir því, að óhjákvæmilegt var að taka þær að talsverðu leyti til greina, þá var augljóst, að fjárl. voru of há. Þá var það ráð tekið, þegar búið var að jafna á milli, eftir því sem meiri hl. fjvn. og ríkisstj. þótti fært, að lækka talsvert marga liði um 15%, og við framsóknarmenn í ríkisstj. töldum þessa ráðstöfun eðlilega og sjálfsagða, eins og komið var. Í þessu sambandi vil ég benda á, að það hefur komið fram í áliti minni hl., að það sé verið að skera niður verklegar framkvæmdir með þessari fjárlagaafgreiðslu. En þetta er misskilningur, því eins og hæstv. fjmrh. upplýsti, þá er það svo, að þrátt fyrir þessa lækkun eru meiri fjárveitingar til verklegra framkvæmda í þessu fjárlagafrv., eins og meiri hl. leggur til, en nokkru sinni áður, og það er ekki víst, að það verði hægt að koma öllum þessum framkvæmdum í verk vegna vinnuaflsskorts, og þess vegna komu fram till. í ríkisstj. um það, að hún hefði heimild til að fresta verklegum framkvæmdum, ef vinnuaflsskortur verður, enda er nauðsynlegt að hafa slíka heimild. En til viðbótar þeim upplýsingum, sem hæstv. fjmrh. gaf, vil ég til glöggvunar fyrir hv. þm. eyða svo sem tveim mínútum til þess að bregða upp svo sem 8–10 myndum af fjárveitingum til verklegra framkvæmda á s. l. ári og bera það saman við fjárlagafrv., sem fyrir liggur. Skal ég lesa upp nokkra liði, sem gefa hugmynd um þetta. Fyrst les ég liði, sem voru á fjárl. 1946, og síðan aðra, sem eru í ár.

1946

1947

Hækkun

Lækkun

þús.

þús.

þús.

þús.

Til

notendasíma í sveitum

800

1000

200

viðauka símakerfa

3000

2125

875

læknisbústaða og sjúkrahúsa

1400

1275

125

nýrra akvega

7470

6546

924

vegaviðhalds

8000

9000

1000

brúargerða

2390

2829

439

hafnargerða og lendingarbóta

5121

7802,1

2681,1

byggingar barnaskóla

1700

3825

2125

stofnkostn. héraðsskóla og gagnfræðaskóla

2200

4250

2050

byggingar húsmæðraskóla

1300

1275

25

landnáms og bygginga í sveitum

1332,5

5300

3967,5

vélasjóðs til verkfærakaupa

500

850

350 .

raforkuframkvæmda

500

3000

2500

byggingarsjóða og bygginga

450

1600

1150

Af þessari upptalningu er það augljóst, að þó að þessi niðurfærsla sé gerð, þá eru fjárveitingar til verklegra framkvæmda yfirleitt hærri á fjárlagafrv. nú en þær voru 1946, og það eru meiri fjárveitingar til verklegra framkvæmda nú í fjárlagafrv. en nokkru sinni áður. Við ættum því ekki að þurfa að þreyta okkur á tali um niðurskurð fjári. Hitt er miklu meira spursmál, hvort hægt verður að framkvæma þessi fjárl., sem hér liggja fyrir, vegna skorts á vinnuafli og annarrar bliku, sem nú er á lofti.

Mér fannst nauðsynlegt, að þessi samanburður kæmi hér fram snemma í umr., og er hann til viðbótar þeim upplýsingum, sem hæstv. fjmrh. hefur gefið.