10.10.1946
Sameinað þing: 1. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (7)

Forseti Íslands setur þingið

Forsrh. (Ólafur Thors):

Út af fyrirspurn hæstv. forseta um það, hvort ríkisstj. legði áherzlu á, að fundi þessum væri nú haldið áfram, þá vil ég segja, að ég teldi það bezt farið. Réttast væri þó að bera þetta undir formann þingflokks framsóknarmanna, þar eð tveir framsóknarmenn munu vera ókomnir til fundar, og fresta þá fundi eitthvað, ef hann óskaði þess, til að reyna að ná í mennina.

Það er rétt, að forseta bárust tilmæli um að halda þennan fund með mjög stuttum fyrirvara, og þykir mér líklegt, að þm. hafi ekki allir enn þá athugað um fundinn. Ég vildi biðja hæstv. forseta að beina því til formanns framsóknarmanna, hvort hann óskaði eftir, að fundi yrði frestað eitthvað.