21.05.1947
Efri deild: 139. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 896 í B-deild Alþingistíðinda. (809)

195. mál, fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit

Frsm. meiri hl. (Kristinn Guðmundsson):

Herra forseti. Fjhn. Ed. hefur haft mál þetta til umr. á mörgum fundum. Ég hef að vísu ekki verið nema á einum fundi, þar sem ég kom inn sem varamaður. Ég ætla ekki hér að rekja frv. þetta að nokkru leyti efnislega, þar sem svo miklar umr. hafa farið fram um það, enda þótt að mínu áliti þetta frv. gengi lengra en nokkur önnur l., sem Alþ. hefur samþ. í þá átt að beina atvinnulífi þjóðarinnar yfir í „planökónómí“. Frv. þetta er lagt fram í samræmi við stjórnarsamninginn og byggt að miklu leyti á áliti sérfræðinga, sem fjölluðu um atvinnumál þjóðarinnar. Fjhn. klofnaði í þessu máli, og mun minni hl. skila sérstöku áliti. Meiri hl. leggur til, að frv. verði samþ. að mestu leyti án breyt., en þó leggur hann til, að breyt. verði gerð á 13. gr. Fyrsta breyt. er sú, að gert var ráð fyrir í frv., eins og það kom frá hv. Nd., að gjaldeyrinum yrði skipt á milli 3 banka, Landsbankans. Útvegsbankans og Búnaðarbankans. Meiri hl. n. leggur til, að þessu verði breytt og ákvæði frv. fært í sama horf og það var, þegar frv. var lagt fyrir þingið, þannig að gjaldeyrinum væri skipt að 1/3 og 2/3 milli Landsbankans og Útvegsbankans. Ég skal ekki rekja ástæðurnar fyrir þessu. Ég skal geta þess, að einn maður úr meiri hl. var ekki alls kostar sammála um þetta, og hefur verið gerð grein fyrir því hér í nál., af hverju hann tekur ekki sérstöðu í málinu. Hin breyt. er sú, að n. hefur fallizt á. að ríkisstj. skipi sérstaka menn, sem hér eru kallaðir millibankanefnd, sem hafi það hlutverk að raða niður gjaldeyrisleyfum til afgreiðslu í þeim tilfellum, þegar gjaldeyrisleyfi hafa verið veitt fyrir hærri upphæð en bankarnir geta afgr. á hverjum tíma. N. féllst á, að þetta væri nauðsynleg og réttlát ráðstöfun og að með þessu ákvæði væri fengin trygging fyrir því, að þau gjaldeyrisleyfi, sem mest eru aðkallandi og nauðsynlegust eru, fengju afgreiðslu á undan öðrum ónauðsynlegri gjaldeyrisleyfum. Ég vil svo ekki fjölyrða frekar um þetta, en legg til, að hv. d. samþykki frv. með áorðnum breyt., eins og meiri hl. fjhn. leggur til.