18.12.1946
Efri deild: 38. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í B-deild Alþingistíðinda. (88)

45. mál, menntaskólar

Gísli Jónsson:

Það er upplýst, að n. hefur ekki lagt á sig það erfiði að fá þessar upplýsingar, ekki talið þess vert að fá þær.

Ég skil ekki þau rök, að það geti bætt úr þeim vandræðum, sem ríkja við skólann, að fækka stundum kennara, þegar allt of fáir kennarar fást. Mér skilst, að það hefði miklu fremur bætt úr að fjölga, en fækka kennslustundum þeirra, en ég skal ekki ræða um það meira.

Ég óska þess, að áður en málið fer út úr d., fái n. þessar upplýsingar eða gefi þm. nægan tíma til að fá þær, því að það getur haft áhrif á afgreiðslu málsins.