15.03.1948
Efri deild: 78. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1071 í B-deild Alþingistíðinda. (1577)

144. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Björn Kristjánsson:

Herra forseti. Eins og fram kemur í nál. og líka var getið um í ræðu hv. frsm. sjútvn., skrifaði ég undir þetta nál. með fyrirvara. Þessi fyrirvari minn var um það, að ég vildi gjarnan koma inn í frv. örlítilli breyt., sem ég vona, að allir hv. þdm. geti orðið sammála um. Og þessi brtt. er ekki önnur en sú, að bætt verði inn í frv. ákvæði um það, að Samábyrgðin skuli birta ársreikninga sína í B-deild stjórnartíðindanna. En það eru engin ákvæði um þetta í 1., sem nú gilda um Samábyrgðina. En þar sem þetta er orðin svo stór stofnun og nú er verið að gera ráðstafanir til þess að færa út starfssvið hennar og gera það stærra, þá finnst mér sjálfsagt, að þessi stofnun birti sína reikninga í stjórnartíðindunum. Aðrar stofnanir ýmsar, sem eru opinberar og hafa mikil viðskipti og fjárráð, gera það flestar eða allar, held ég. að hirta sérstaklega prentaðar ársskýrslur sínar og ársreikninga, eða þá, að skýrslurnar eru birtar í stjórnartíðindunum. Og mér finnst rétt, að þessi stofnun geri það einnig. — Þessi breyt. getur vel fallið inn í 12. gr. miðja í þessum lögum, þar sem eru ákvæði um það, að Samábyrgðin skuli birta ráðh. hag hennar allan og starfsemi og leggja það undir endurskoðun. Þar eiga þessi orð, samkv. minni brtt., að falla inn í: „og skal hann birtur í B-deild Stjórnartíðinda.“ – Ég vona, að allir hv. þm. geti orðið sammála um að samþ. þessa brtt.