30.01.1948
Neðri deild: 49. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í C-deild Alþingistíðinda. (2238)

7. mál, hvíldartími háseta á botnvörpuskipum

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Það liggja nú nokkur mál fyrir hjá sjútvn., og eru þau á ýmsu stigi, ýmist í athugun eða hafa verið send til ýmissa manna til athugunar og umsagnar. Var ætlunin, að tekið yrði til óspilltra málanna að þinghléi loknu eftir nýárið, en af því gat ekki orðið sökum þess, að einn nm., hv. þm. Siglf., var ekki kominn og hefur ekki enn mætt til þings. En hv. þm. Siglf. hefur áhuga fyrir því að fá tækifæri til þess að fylgjast með þeim málum, sem fyrir n. liggja og þess vegna hefur nokkur dráttur orðið á afgreiðslu ýmissa mála af n. hálfu. Okkur nm. fannst rétt að bíða þess að hv. þm. Siglf. kæmi til þings, en ef til vill getur hv. 11. landsk. sagt, hvenær hv. þm. er von eða hvort flokkur hv. þm. hefur í hyggju að skipa annan mann í sjútvn. í hans stað: