23.03.1948
Efri deild: 86. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í C-deild Alþingistíðinda. (2299)

76. mál, ríkisborgararéttur

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég er satt að segja ákaflega undrandi yfir meðferð þessa máls hjá hv. n. Og mig furðar ekkert á því, þó að hæstv. dómsmrh. vildi vera viðstaddur, þegar mál þetta er afgr., sem hann hefur látið útbýta sem stjfrv. 7. nóv. og hefur ekki enn fengið afgreiðslu, þó að ekki væri til annars en gefa hv. form. n. ofanígjöf fyrir afgreiðslu á málinu. (GÍG: Þetta er í samráði við hæstv. ráðh.) Það er ekki í samráði við ráðh. að drepa stjfrv. Ég mótmæli því, að það geti verið ósk hæstv. ráðh., að það sé verið að drepa hans eigin frv. eða fella þau hér í hv. d. Ég skil ekki í því, að hv. 7. landsk. þm. hefði neina heimild til þess að fullyrða það hér. — Ég veit ekki, hvort hv. frsm. n. er það kunnugt, að viðkomandi aðila nr. tvö í frv. ríkisstj. er það stórkostlegt fjárhagslegt spursmál, hvort frv. nær fram að ganga eða ekki. Hún á eignir í landi, þar sem hún á nú ríkisfang í. Og það, hvort hún getur fengið þessar eignir greiddar. veltur á því, hvort hún fær hér ríkisborgararétt. Öll sú skýrsla. sem frsm. allshn. flutti hér áðan, kemur ekkert því við, sem er á því þskj., sem frv. hæstv. ríkisstj. er á, heldur var hans skýrsla eingöngu um brtt. við það frv. og kemur ekkert við því, hvort þessir aðilar, sem hér eru skráðir nr. 1, 2 og 3 á frv. hæstv. ríkisstj., fá ríkisborgararétt eða ekki. Það er ekki hægt að þola slíka meðferð á máli, ef ekki er hægt að færa neitt á móti þessum þremur mönnum, sem skráðir eru í frv. hæstv. ríkisstj. Og ég varð ekki var við. að hv. frsm. hefði neitt á móti þessum þremur mönnum. Hann færði ýmis rök fram með því og móti, að brtt. við frv. yrðu samþ. eða ekki. En það er allt annars eðlis. Og ef málið er látið daga uppi nú á Alþ. vegna brtt. við það. þá er framið stórkostlegt ranglæti á fólki því, sem hér er um að ræða í frv. hæstv. ríkisstj. og hefur haft fulla von um, að samþ. yrði, að það fengi ríkisborgararétt. Og það munu verða stórkostleg vonbrigði fyrir það fólk að fá ekki samþ. ríkisborgararétt sinn hér á landi nú á þessu þingi. Ég viðurkenni, að það ber að vera mjög varfærinn í þessum málum. Sú varfærni á vitanlega við hvað snertir það, hvort umsóknir skuli teknar til greina sem brtt. við þetta frv. En um aðalfrv. gegnir öðru máli að því leyti, að ekki er ágreiningur um það. — Og það ber að vita þá meðferð á þessu máli, sem hv. form. n. hefur haft á því.